UPPLÝSINGAR VEGNA COVID-19

Upplýsingar vegna Covid-19 faraldursins

Vegna samkomubanns hefur landlæknir gefið öllum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfmönnum þau fyrirmæli að framkvæma engar meðferðir sem ekki teljast bráðnauðsynlegar. Þessi fyrirmæli gilda til 4. maí og mega tannlæknar þá aftur hefja starfsemi.

Þangað til meðhöndlum við aðeins eftirtalin tilfelli:
- Áverka á tennur og kjálka
- Sýkingu við tennur eða í kjálka
- Tannpínu sem krefst úrdráttar
- Verk eftir úrdrátt eða aðra aðgerð í munni
- Tilfelli þar sem frestun á meðferð gæti valdið skaða eða aukið á þegar orðinn skaða


Ef eitthvað af eftirtöldu á við þig, biðjum við þig að láta okkur vita áður en þú mætir í tíma:
-hefur verið erlendis sl. 14 daga
-hefur verið í beinu samneyti við einhvern sem hefur verið erlendis sl. 14 daga
-hefur verið í beinu samneyti við einhvern sem er í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19
-ert með flensulík einkenni (hita, beinverki, hósta, nefrennsli)

Vinsamlegast hringdu þá í síma 561-3800 eða sendu tölvupóst á mottaka@kjalki.is.

Sömuleiðis beinum við þeim tilmælum til aðstandenda að sem fæstir fylgi einstaklingi sem þarf á þjónustu að halda og að þeir bíði ekki á biðstofu heldur utan stofunnar eða út í bíl. Fylgdarmenn mega ekki fylgja sjúklingi inn á stofuna nema það sé algjörlega nauðsynlegt.

Við fylgjum áfram í einu og öllu leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og fylgjumst grannt með framvindu mála.