Fyrir sjúklinga

Eftir aðgerð í munni eru aðgerðarsár sem þarf að huga að fyrstu dagana eða vikurnar. Hér er að finna leiðbeiningar um munnhirðu, mataræði og fleira slíkt eftir aðgerðir.

1. Ekki skola munninn fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerð.
a. Það er í lagi að drekka kalda tæra drykki, en ekki velta þeim um munninn.
b. Það er í lagi að bursta tennurnar en varastu að bursta sárið.
c. Daginn eftir aðgerð má að byrja að skola munninn tvisvar sinnum á dag meðsótthreinsandi munnskoli.Skolaðu í 5-7 daga.Munnskolið þarf að innihaldaklórhexidín. Slík munnskol fást aðeins í apótekum. Dæmi eru t.d. GUM Paroex,Corsodyl, Curaprox Perioeða Tannskol.

2. Ekki borða fyrr en deyfing er farin úr.
a. Haltu þig við fljótandi eða mjúkt fæði fyrstu dagana eftir úrdráttinn.
b. Borðaðuaðeins kaldan mat fyrsta sólarhringinn.
c. Varastu mat með smáum bitum sem geta fests í sárinu, t.d. múslí, heilir kjarnar og korn í brauði o.þ.h.
d. Forðastu að nota sogrör.

3. Haltu kyrru fyrir og forðastu líkamlega áreynslu fyrstu dagana eftir úrdrátt.
a.Eftir úrdrátt á endajöxlum má reikna með fjarvistum úr vinnu/skóla í 1-3 daga.
b.Eftir úrdráttannarra tannaþarf oftast ekki að reikna með fjarvistum.
c. Öll tilfelli eru misjöfn og lengri fjarvistir eru ekki óhugsandi.

4.Bólga er eðlileg eftir tannúrdrátt. Hún nær hámarki á öðrum degi eftir úrdrátt oger oftast alveg horfin eftir viku. Mar á kinn er heldur ekki óeðlilegt.

5. Væg blæðing er eðlileg fyrsta sólarhringinn og getur munnvatn verið ögnblóðlitað. Ef blæðir úr sárinu dugar oftast að leggja hreina grisju yfir sárið og bítaþétt niður í 5-10 mínútur.

6. Búast má við eymslum og verk í sárinu fyrstu dagana. Mikilvægt er að nota verkjalyf eins og þarf.
a. Samhliða ávísuðu verkjalyfji (Íbúfen eða DimaxRapid) er gott að taka paracetamól (td. Panódíl eða Paratabs).Venjulegur fullorðinsskammtur er 500-1000mg af paracetamóli 3-4 sinnum á sólarhring.
b. Bólgueyðandi verkjalyf geta valdið óþægindum í maga og ef þú verður var við slík óþægindi skaltu hætta töku þeirra.

7. Ef verkir versna á 3-4 degi eftir aðgerð getur verið að blóðstorkan í sárinu hafi losnað. Þetta er nefnt „dry socket“ og er tiltölulega einfalt að meðhöndla. Hafðu sem fyrst samband við stofuna ef þetta er tilfellið.

8. Almennt er ekki þörf á að ávísa sýklalyfjum eftir tannúrdrátt hjá heilbrigðum eintaklingum. Á þessu eru þó undantekningar og ef sýklalyfjum hefur verið ávísað er mikilvægt að taka þau. Sýklalyf geta valdið aukaverkunum og ef það er tilfellið hafðu þá samband við stofuna.

9. Ef koma upp vandamál er velkomið að hafa samband við stofuna í síma 561-3800. Margt má leysa í gegnum síma, öðru þarf að sinna með því að sjá sjúkling ástofunni. Ef um neyðartilfelli er að ræða vinsamlegast boðið komu ykkar áður.
Stofan er opin 8:40-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:40–14:00 á föstudögum. Utan þess tíma bendum við á neyðarþjónustu Tannlæknafélags Íslands. Upplýsingarum hana eru á www.tannsi.is eða í síma 575-0505

1. Ekki skola munninn fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerð.
a. Það er í lagi að drekka kalda tæra drykki,en ekki velta þeim um munninn.
b. Það er í lagi að bursta tennurnar en varastu að bursta sárið.
c. Daginn eftir aðgerð má byrja að skola munninn tvisvar sinnum á dag með sótthreinsandi munnskoli.Skolaðu í 5-7 daga.Munnskolið þarf að innihalda klórhexidín. Slík munnskol fást aðeins í apótekum. Dæmi eru t.d. GUM Paroex,Corsodyl, Curaprox Perio eða Tannskol.

2. Ekki borða fyrren deyfing er farin úr.
a. Haltu þig við fljótandi fæði fyrsta sólarhringinn og mjúkt fæði í nokkra daga eftir það.Borðaðu aðeins kaldan mat fyrsta sólarhringinn.
b. Ef sett var framlenging á tannplantann um leið og honum var komið fyrir er mikilvægt að reyna að tyggja sem minnst á henni fyrstu vikurnar

3. Haltu kyrru fyrir og forðastu líkamlega áreynslu fyrstu dagana eftirígræðslu.
a.Ef græddir voru1-2 tannplantar þarftu að reikna með fjarvistum frá vinnu eða skóla a.m.k. á aðgerðardegi og mögulega í einn dag í viðbót.
b.Ef tannplantarnir voru þrír eða fleiri eða ef gerð var beinaukandi aðgerð samhliða ísetningu, máttu reikna með fjarvistum frá vinnu/skóla í 1-4 daga.

4. Það er eðlilegt að komi fram bólga eftir aðgerðina. Hún nær hámarki á öðrumdegi eftir aðgerð og er oftast horfin alveg eftir 7-10 daga. Mar á kinn er heldur ekki óeðlilegt.

5. Væg blæðing er eðlileg fyrsta sólarhringinn og getur munnvatn verið ögn blóðlitað. Ef mikið blæðir úr sárinu eða lengi hafði þá samband við stofuna.

6. Búast má við eymslum eða verk í sárinu fyrstu dagana. Mikilvægt er að nota verkjalyf eins og þarf.
a. Ef skrifað hefur verið út bólgueyðandi verkjalyf eins og Ibufen eða Dimax Rapid er gott að taka paracetamól (td. Panódíl eða Paratabs) samhliða því. Fullorðnir (eldri en 18 ára) taka þá venjulega eina töflu af bólgueyðandi lyfinu og 500-1000 mg af paracetamóli 3-4 sinnum á sólarhring.
b. Bólgueyðandi verkjalyf geta valdið óþægindum í maga og ef þú verður var við slík óþægindi skaltu hætta töku þeirra.

7. Eftir tannplantaaðgerð er venja að ávísa sýklalyfjum og það er mikilvægt að taka þau. Sýklalyf geta valdið aukaverkunum og ef það er tilfellið hafðu þá samband við stofuna.

Á aðgerðardeginum

Aðgerðin er gerð á Landspítalanum í Fossvogi.Þú mætir á legudeildina á tilgreindumtíma og færð þar spítalaklæðnað og rúm. Gefin eru verkjalyf og sumir fá einnigkæruleysislyf. Síðan er farið með þig áskurðdeildina þar sem aðgerðin fer fram.Þar mætir þér svæfingarlæknir og svæfingarhjúkrunarfræðingur. Þú ert svæfð/ur ogaðgerðin er framkvæmd. Að henni lokinni ertu flutt/ur á vöknun og þegar þú ertbúin/n að jafna þig nægilega vel ertu flutt/ur á legudeildina aftur. Þar muntu dveljaeina nótt.

Daginn eftir aðgerð

Ef allt gengur vel ferðu heim daginn eftir aðgerð. Áður en þú ferð muntu fánæringarráðgjöf frá næringarráðgjafa spítalans. Þú þarft að taka sýklalyf og verkjalyfí u.þ.b. eina viku eftiraðgerð og færð lyfseðil fyrir þeim í miðlægu lyfseðlagáttina. Þúgetur m.ö.o sótt þau í hvaða apótek sem er með því að gefa upp kennitöluna þína.

Bólga og verkir

Fyrstu tvo dagana eftir aðgerðina eykst bólgan og þú mátt búast við að verðatöluvert mikiðbólginn í andlitinu. Á öðrum til þriðja degi nær bólgan hámarki ogbyrjar þá að ganga hægt niður. Bólgan er oftast að mestu gengin niður eftir 10 daga.Hafi verið gerð aðgerð á efri kjálka er þó viðbúið að bólga í kringum nef gangi ekki aðfullu til baka fyrr en eftir nokkrar vikur og jafnvel nokkra mánuði.

Flestir upplifa nokkra verki eftir kjálkaaðgerð en þó yfirleitt ekki verri en svo að venjulegverkjalyf eins og Panodil (Paratabs) og Íbúfen duga vel til þess að kveða þá niður.Örfáir sjúklingar þurfa sterkari lyf eins og Parkódín. Flestir taka verkjalyf í 7–10 daga.

Munnhirða

Eftir aðgerðina er mikilvægt að huga að munnhirðu. Það er í lagi að byrja að burstatennur daginn eftir aðgerðina. Tennur á að bursta með sótthreinsandi tannkremi ogskola munn með sótthreinsandi munnskoli 10 daga eftir aðgerð. Eftir það má burstatennur með hefðbundnu tannkremi

Mataræði

Fyrstu vikuna, fram að saumatöku, þarftu að halda þig við fljótandi fæði. Eftir aðsaumar eru fjarlægðir má fara að prufa mjúka fæðu.Mjúk fæða er öll fæða sem ekkiþarf að tyggja, ss. plokkfiskur, kjötsósa (hakk og spaghettí), hrærð egg og fleira semer hakkað og stappað. Á fimmtu viku eftir aðgerð má hægt og rólega byrja að tyggjaaftur en fara þarf varlega af stað. Þegar sex vikureru liðnar frá aðgerð má afturborða „venjulegan“ mat.

Vinna/skóli og íþróttir

Þetta er nokkuð misjafnt eftir tegund aðgerðar. Þegar aðeins er gerð aðgerð á neðrikjálka má reikna með að vera aftur orðinn vinnufær eftir tvær vikur. Við aðgerð semaðeinser gerð á efri kjálka, má reikna með 2–3 vikna fjarveru frá vinnu. Þegar gerðer aðgerð á báðum kjálkum vilja flestir vera a.m.k. 3 vikur og jafnvel 4 vikur frá vinnu.Öll tilfelli eru misjöfn. Augljóslega er munur á því hvort sjúklingur er íróleguskrifstofustarfi eðahefur líkamlega krefjandi starf.

Það er mjög mikilvægt að taka því rólega fyrst eftir aðgerðina og forðast líkamlegaáreynslu. Þaðerífyrsta lagi tímabært að hefja rólega líkamsrækt þegar 10 dagar eruliðnir frá aðgerðinni. Þú máttekki gera neinar æfingar semhækka púls að neinuverulegu marki fyrstu 2-3 vikurnar.Þú þarft einnig að hafa í huga að þegar þú ert ámjúku og fljótandi mataræði er viðbúið að þú sért orkuminni en venjulega.

Íþróttir þar sem hætta er á samstuði við aðra („contact sports“) má alls ekki stundafyrstu sex vikurnar.

Leiðbeiningar til sjúklinga eftir aðgerð í munni

1. Ekki skola munninn fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerð.
a. Það er í lagi að drekka kalda drykki, svo lengi sem þeim er ekki velt um munninn heldur kyngt strax.
b. Það er í lagi að bursta tennurnar en varastu að bursta aðgerðarsárið. Það þarf ekki að skola munninn eftir tannburstun.
c. Daginn eftir aðgerð má byrja að skola munninn tvisvar sinnum á dag með sótthreinsandi munnskoli. Skolaðu í 5-7 daga. Munnskolið þarf að innihalda klórhexidín. Slík munnskol fást aðeins í apótekum. Dæmi eru t.d. GUM Paroex,Corsodyl, Curaprox Perio eða Tannskol.

2. Ekki borða fyrr en deyfing er farin úr.
a. Haltu þig við fljótandi eða mjúkt fæði í viku eftir aðgerðina.
b. Borðaðu aðeins kaldan mat fyrsta sólarhringinn.

3. Haltu kyrru fyrir og forðastu líkamlega áreynslu fyrstu dagana eftir aðgerð.
a. Það er alltaf skynsamlegt að gera ráð fyrir einhverjum fjarvistum úr vinnu eða skóla eftir aðgerð í munni.

b. Eftir  minni aðgerðir (rótarendaaðgerðir, úrnám smárra meina o.s.frv.) má reikna með fjarvistum a.m.k. á aðgerðardegi og í allt að 2-3 daga til viðbótar. 

c. Eftir stærri aðgerðir (beinaukandi aðgerðir, úrnám stórra meina, lokun á opi til kinnholu o.s.frv.) má reikna með allt að 5-10 daga fjarvistum.

d. Öll tilfelli eru misjöfn og lengri fjarvistir eru ekki óhugsandi.

4. Í ákveðnum tilfellum munum við biðja þig að nota ekki laust tanngervi (heilgóm eða part) í nokkra daga (allt að tvær vikur) eftir aðgerð.  Mikilvægt er að virða það.

5. Það er eðlilegt að komi fram bólga eftir aðgerðina. Hún nær hámarki á öðrum degi eftir aðgerð og er oftast horfin alveg eftir 7-10 daga.

6. Eðlilegt að fá marblett á aðgerðarsvæðinu.

7. Væg blæðing er eðlileg fyrsta sólarhringinn og getur munnvatn verið ögn blóðlitað. Ef mikið blæðir úr sárinu eða lengi hafði þá samband við stofuna.

8. Búast má við eymslum og verk á aðgerðarsvæðinu fyrstu dagana. Mikilvægt er að nota verkjalyf eins og þarf.
a. Samhliða ávísuðu verkjalyfi (Íbúfen eða Dimax Rapid) er gott að taka paracetamól (td. Panódíl eða Paratabs). Venjulegur fullorðinsskammtur er 500-1000mg af paracetamóli 3-4 sinnum á sólarhring.
b. Bólgueyðandi verkjalyf geta valdið óþægindum í maga og ef þú verður var við slík óþægindi skaltu hætta töku þeirra.

9. Ef sýklalyfjum hefur verið ávísað er mikilvægt að taka þau. Sýklalyf geta valdið aukaverkunum og ef það er tilfellið hafðu þá samband við stofuna. Um helgar eða í þeim tilfellum sem stofan er lokuð bendum við á neyðarþjónustu Tannlæknafélags Íslands www.tannsi.is eða hringja í 575-0505.

Patient guidelines after tooth extraction

1. Do not rinse your mouth for the first 6 – 8 hours after surgery.
a. You can drink cold, clear liquids as long they are swallowed immediately.
b. You can brush your teeth, but do not brush the wound. You do not have to rinse after brushing your teeth.
c. Starting the day after surgery you should rinse twice daily with an antiseptic mouthwash that contains chlorhexidine e.g. Paroex, Corsodyl, Hextril or Tannskol.

2. Do not eat until the local anaesthetic has worn off.
a. Keep to a liquid of soft diet for a few days.
b. Avoid foods with seeds or other elements that might get stuck in the empty socket.
c. Keep to a cold diet for the first 24 hours.
d. Avoid using a drinking straw.

3. Swelling is normal after oral surgery and it will top during the first 48 hours. It usually subsides totally in 7 – 10 days.

4. A small amount of bleeding is normal in the first 24 hours. It can usually be controlled by placing a small piece of gauze or a piece of clean cloth on top of the tooth socket and biting gently down.

5. A mild discomfort or even pain is normal in the beginning. Taking the prescribed painkillers is important.
a. If the doctor gave you a prescibtion for ibuprofen (Íbúfen) or diclofenak (Diclomex) it is good to take paracetamol (e.g. Panódíl or Paratabs) at the same time. Adults (over 18 years) should take one tablet of the prescribed drug and 500 – 1000 mg of paracetamol (1 or 2 tablets) , 3 – 4 times a day.
b. Ibuprofen and diclofenak can cause stomach problems. If you experience those you should stop taking these drugs.

6. If the discomfort or pain gets worse on the third or fourth day after surgery, you might be experiencing a condition known as „dry socket“. This condition is usually easy to treat. Please contact the office if you believe this is the case.

7. Antibiotics are usually not neccesary after tooth removal in healthy individuals. There are exceptions to this, and if you have been prescribed antibiotics, it is neccesary to take them.

8. In case of an emergency please contact the office at 561-3800. We see patients at the office between 8:40 – 16:00 Monday to Thursday, and 8:40 – 14:00 on Fridays. Should the emergency occur outside of these office hours, we suggest contacting the Icelandic Dental Association´s emergency service. For further information visit: www.tannsi.is or call 575-0505.