Tannplantar

Tannplantar, eða implönt, eru litlar skrúfur úr títaníum-málmi, sem hægt er að græða í kjálkabein. Tannplantar koma í raunninni í staðinn fyrir rætur tanna sem vantar.

Þegar tannplanti kemur í stað stakrar tannar sem hefur tapast er tannplantinn settur í þar sem rót tannarinnar var og ofan á hann er smíðuð króna sem líkist raunverulegri tönn.

Tannplanta má einnig nota þar sem margar tennur vantar og þá eru settir tveir eða fleiri með nokkru millibili og þeir notaðir sem undirstöður fyrir brú.

Það er alla jafna lítil aðgerð að koma tannplanta fyrir í kjálkabeini. Aðgerðin er framkvæmd í staðdeyfingu. Tannholdinu er ýtt ögn til hliðar og plantanum er komið fyrir. Síðan er tannholdið saumað til baka. Eftir 7 – 10 daga er tannholdið gróið og þá má fjarlægja saumana.

Tannplanti þarf venjulega að gróa fastur við beinið áður en endanlegri krónu er komið fyrir. Það tekur 6 – 12 vikur, í undantekningartilfellum lengur. Þegar tannplantinn er að fullu gróinn situr hann mjög fastur í beininu og getur haldið uppi krónu, brú eða verið festing fyrir lausan góm.

Er mikil aðgerð að koma fyrir tannplanta/tannplöntum?
Að koma fyrir einum til tveimur tannplöntum er lítil aðgerð sem er gerð í staðdeyfinguog tekur á bilinu 30-60 mínútur. Eftirköst eru alla jafna lítil og oftast ekki þörf á fjarvistum frá vinnu/skóla, nema á aðgerðardeginum sjálfum.

Ef tannplantarnir eru orðnir þrír eða fleiri í sömu aðgerð eða ef gera þarf beinaukandiaðgerð samhliða ísetningu, má reikna meðmeiri eftirköstum ogmögulegaeinhverjum fjarvistum frá vinnu/skóla.

Hvað þarf að líða langur tíma frá því tönn er dregin og þar til tannplanta er komið fyrir?
Best er að láta líða 8-12 vikur. Sé beðið í skemmri tíma hefur úrdráttarsárið ekki náð að gróa nógu vel til að taka við tannplantanum. Sé beðið lengur fer að verða hætta á að beinið rýrni og tapist.

Hvað þarf að líða langur tími þar til tannplanta er komið fyrir og þar til hægt er aðsetja á hann krónu/brú?
Í neðri gómi er almenna reglan 6 vikur og í þeim efri 12 vikur. Þetta þarf þó alltaf að meta í hverju einstöku tilfelli.

Er hægt að setja tannplanta um leið og tönn er dregin?
Þegar tönn er dregin verður eftir hola í beininu (úrdráttarsár). Á 8-12 vikum fyllist hún af beini og grær.Venjulega er úrdráttarsár látið gróa áður en tannplanta er komið fyrir því þannig eru betri líkur á að tannplantinn fái góða festu í upphafi og grói fastur.Auk þess er auðveldara að stýra staðsetningu hans nákvæmlega ef hann er settur í gróið bein og fá fallegt útlit, sérstaklega á framtannasvæði. Í ákveðnum tilfellum er þó hægt að koma fyrir tannplanta samhliða úrdrætti, án þess að festa, staðsetning og útlit líði fyrir. Kosturinn við það er styttri meðferðartími. Meta þarf hvert tilfelli sérstaklega.

Hvað er„kragaaðgerð“?
Tannplanti samanstendur í raun af tveimur hlutum: tannplantanum sjálfum annarsvegar og sk. græðslukraga hins vegar. Græðslukraginn er skrúfaður ofan í tannplantann og stendur upp í gegnum tannholdið. Tannholdið grær utan um græðslukragann þannig að tannlæknirinn hafi greiðan aðgang að tannplantanum eftir græðslu til að geta smíðað á hann krónu (tönn).

Til þess að auka líkur á að tannplanti grói og festi sig við kjálkabeinið er græðslukraginn oft ekki settur strax, heldur er tannholdið saumað alveg yfir tannplantann. Sé þetta gert þarf að gera aðra litla aðgerð 6-12 vikum síðar til að koma græðslukraganum fyrir. Kragaaðgerð er venjulega mjög lítil og henni fylgja alla jafna ekki nein eftirköst.

Er ábyrgð á tannplöntum?
Á tannplanta sem settur er í sjúkling sem ekki reykir (þetta á einnig við um rafsígarettur) og hefur ekki sögu um tannholdssjúkdóm, er eins árs ótakmörkuð ábyrgð.  Ef tannplanti tapast eða sýkist síðar er hvert tilfelli metið sérstaklega.  Aldrei er lengri ábyrgð en 3 ára á tannplöntum.