Stofan

Munn- og kjálkaskurðlæknastofan hefur verið starfrækt frá árinu 2008.

Á stofunni starfa tveir sérfræðingar í kjálkaskurðlækningum sem sinna öllum aðgerðum er snúa að munnholi og kjálkum. Við sérhæfum okkur í ísetningu tannplanta (implanta), endajaxaaðgerðum og öðrum tannúrdráttum. Einnig kjálkaaðgerðum í tengslum við tannréttingar og ýmsu öðru.

Á stofunni starfar einnig öflugur hópur hjúkrunarfræðinga, tanntækna og annars aðstoðarfólks. Stofan er staðsett í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Við erum í samstarfi við Handlæknastöðina í Glæsibæ og sinnum þar sjúklingum sem þurfa aðgerðir í svæfingu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi aðgerðir, meðferðir eða annað hafið þá endilega samband. Við tökum vel á móti þér og veitum góð ráð. Rekstaraðili stofunnar er Breiðaklöpp slf. kt. 710111-1380. Stofan hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs.

PERSÓNUVERND­ARYFIRLÝSING